ALF

klukkan að nálgast 2

Ég ætti ekki að vera fyrir framan tölvuskjáinn. En eins og svo mörg kvöld gafst ég upp á elsta erfingjanum sem neitar að sofa, kveikti á Latabæ og henti mér fyrir framan tölvuna.

Lélegt uppeldi, ójá. Veit bara ekki lengur hvað ég á að gera, slagsmál í 3-7 tíma öll kvöld við að koma dýrinu í ró er meira en nokkur getur lagt á sig. 

Velti því fyrir mér í kvöld að leggjast upp í hjá dýrinu og fara að sjálf að sofa. Mundi svo hvað það myndi valda. Dýrið myndi tuða áfram og ég sofna útfrá því, ég myndi svo vakna einhverjum tíma seinna og dýrið mitt væri enn að tuða um það sem því langar í. Gallinn við litla dýrið mitt er nefnilega sá að það lætur ekki undan, ef því dettur í hug að það vilji eitthvað er það endurtekið "mamma ég gott af latabæ" "mamma ég horfa á latabæ" "mamma gott fyrir mig að horfa" 

Ég er viss um að dýrið á eftir að ná langt, hvers vegna? Jú dýrið gefur sig aldrei..ALDREI.. sama hvað. Málamiðlun er ekki í boði, það er leið dýrsins eða engin leið ;)

Ef það fer í taugarnar á einhverjum að ég kalli barnið mitt dýr, vil ég taka það fram að þetta er ekki niðrandi orð, börnin mín ganga öllu jafna undir "dýrin mín" hjá mér, mitt gæluyrði á þeim.

Ekki það ég ætlaði ekki að nota þetta blogg til að tuða yfir börnum mínum, en varð bara að pústa smá út eftir 4 ára baráttu við elsta dýrið.


skildi þetta verða upphafið

Já gæti það verið, að Norðmenn bjóði okkur samstarf frekar en að missa okkur í ESB. Ég held enn í vonina að við verðum samstarfsríki með norðmönnum, ég held enn í vonina að samlandar mínir opni augun og hætti að mæna á ESB.

ESB mun strax taka af okkur 200mílurnar, síðan þær allar, það fyrsta sem við missum þegar við missum 200 mílurnar er Drekasvæðið í hendur ESB. Síðan verðum við neydd til að setja orkulindir okkar í nýtingu fyrir önnur lönd innan ESB, líklega verðum við neydd til að selja þær öðru landi í boði einhverja reglna sem ESB hefur.

ESB mun ekki bjarga skinni okkar til þess erum við of fá, við erum ekki mikilvæg. Vildi óska þess að samlandar mínir átti sig á því að við erum bara 300 þús og aðeins við Íslendingar teljum okkur stórmenni aðrir hafa lítið álit á okkur.

Þið sem aðhyllist ESB, áttið ykkur á því að við höfum enga samningsmöguleika núna, við erum að koma skríðandi til ESB. Það hefur aldrei gerst þegar einhver kemur skríðandi og betlar eitthvað frá öðrum, biður um misskun o.s.f að hann hafi einhverja möguleika á að koma með kröfur líka.

Svarið fyrir okkar land er samstarf með Norðmönnum.


mbl.is Ræði aðild Noregs að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðin vaknar úr dvala

Mér sýnist þjóðin vera að vakna úr löngum dvala, fleiri og fleiri mætta á laugardagsmótmælin og reiðin verður augljósari með hverjum degi. Sumu sem er verið að mótmæla er ég sammála, en ekki öllu, ég er ekki að sjá það að betra sé að samfylkingin sé við völd og narri þjóðinni inn í ESB. Ég held enn í vonina að þegar ísland sækir um aðlild að ESB, áður en til þjóðaratkvæðagreiðslu kemur að Norðmenn sjái meiri hag í því að bjóða okkur að vera í samstarfi við þá en að missa okkur í ESB.

Ég get ekki treyst félagi sem sparkar í litla þjóð, við erum bara rúm 300þús og teljumst engin fórnarkostnaður, ásælist einhver stór þjóð auðlindir okkar fengi hún hana værum við í ESB, tala nú ekki um þegar kæmi að því að borga lánin sem ísland er að fá.

Að skipta út gjaldmiðil okkar núna er heimska og kæmi okkur endanlega á hausinn, ekki vil ég skipta krónunni út í evru á meðan evran er eitthvað í krinum 200kr.

Vonandi er þjóð mín gáfaðri en svo að kjósa já með ESB, við fáum að kjósa um aðildana er það ekki?


100 mans????

 

Ég sett stórt spurningarmerki við þessa tölu, sé ekki betur en þetta séu vel yfir 500 ef ekki 1000 mans.

Finnst samt fáránlegt af mótmælundum að hafa ráðist inn á lögreglustöðina, hvar er heilinn í þessu fólki eiginlega?


mbl.is Mótmæli við lögreglustöðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð ber í borðið

Kemur mér ekki á óvart að DO skuli segja hingað og ekki lengra, hvort sem ég eða aðrir viljum viðurkenna það þá hefir hann ávalt staðið sig. Davíð er réttlátur maður, hann veit hvað er að lifa í fátækt og hvernig er að þurfa að vinna fyrir hlutunum. Ég er mjög sátt við Davið :)
mbl.is Skuldar þúsund milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hækka stýrivexti???

Á nú endanlega að drepa það litla sem eftir er af þjóð okkar? Að segja að ríkisstjórn sé tilbúin að hækka stýrivextina er punkturinn. Þeir eru of háir nú þegar. Ég vil fara að sjá þessa samninga og hvað er verið að skrifa upp á. Bretar fagna er ekki góðs viti. Eitthvað hafa ráðamenn samið af sér núna. Stýrkivexti ætti að lækka strax og reyna að efla atvinnulíf á íslandi áður en þorri landsmanna flýja skerið.


mbl.is „Eftir öðru að þjóðin fái upplýsingar með þessum hætti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fasteignamarkaðurinn mun

Jæja er þá markaðurinn loksins á niðurleið og í eðlilegt horf. Það er staðreynd að fasteignir hafa verði að fara á allt of háu verði undanfarin 3 til 4 ár. Fæstir vildu viðurkenna að fasteignaverð væri of hátt og töluðu flestir um eðlilega þróun og leiðréttingu á of lágu fasteignaverði. Ég var allan tímann á þeirri skoðun að verðið væri orðið fáránlega hátt og í engu samræmi við kaupgetu. Því miður er það kreppa sem mun knýja verðið niður og því miður munu margir sitja uppi með sárt ennið, annað hvort þurfa að taka hluta af lánunum með sér þegar selt er eða sitja fastir í fasteign sem er of hátt veðsett miðað við verðmæti.

Eina góða í þessu er það að unga fólkið sem er að koma út í þjóðfélagið á eftir að eiga möguleika á að kaupa sér þak yfir höfuðið þegar kreppan líður hjá.

Mæli með því að þið unga fólkið byrji strax að safna ykkur fyrir útborgun, því ótrúlegt væri ef hægt verður að fá lán hér eftir fyrir meira en 60% af fasteignamati. 


mbl.is Um 70% samdráttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SNILD

Þetta er snild, alger snild. Ég vona svo innilega að sigur Obama muni koma að stað nýjum tímum, þar sem rasismi verður í sögulegu lágmarki. Bandaríkjamenn til Hamingju með viturlegt val.
mbl.is Obama: Þetta er ykkar sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

þeirra að borga

Það er ekki okkar að borga þessar skuldir. Ekki stofnaði ég til þessa skulda. Ef þjóðin á að borga þetta skulu allar skuldir verða feldar niður hjá hverjum einasta íslending og þeir sem eiga ekki húsnæði að fá það gefins á silfurfati. Rétt skal vera rétt, jafnt að ganga yfir alla. Ég þekki hjón sem eru á smánarlega lágum launum, eiga 4 börn, þau gátu keypt sér 2herbergja íbúð fyrir sig og sína. Vildu ekki stofna sér í of miklar skuldir sem þau réðu síðan ekki við. Af hverju eiga þau að borga skuldir manna sem búa í höllum og keyra um á bílum sem kosta meira en íbúðin þeirra?
mbl.is Lykilmenn skulduðu 80 milljarða króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

stjórnin óhæf

Ég er algerlega komin á þá niðurstöðu að sú stjórn sem er yfir landinu í dag sé óhæf. Orð GH í gær segja allt sem segja þarf, "það er ekki vaninn að taka marka á könnunum eða mótmælum" að  stjórninni er sama um hag almennings.
mbl.is 85% af vergri landsframleiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband