ALF

Félagsbústaðir????

Mun þá borgarráð endurskoða það að húsaleiga félagsbústaða Reykjavíkur er vísitölutengd? Leigan hefur því verið að hækka í hverjum mánuði hjá fólki. Þó svo að flestir séu að fá fullar húsaleigubætur eru margir hverjir komnir í þá stöðu að vera borga sjálfir 70-100þ á mánuði í húsaleigu eftir að hafa fengið 70þ í húsaleigubætur.

Það ætti því að vera forgangsverkefni borgarráðs að endurskoða húsaleiguna hjá þeim skjólsstæðingum þeirra sem eiga að vera það illa staddir að þeir þurfi að vera í félagslegu húsnæði.


mbl.is Búa á betur að fátækum í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Waagfjörð

70 þúsund í húsaleigubætur? 

Tómas Waagfjörð, 1.7.2010 kl. 00:01

2 Smámynd: A.L.F

Já Tómas með aukahúsaleigubótunum eru sumir (alls ekki allir) að fá allt að 70þ. í húsaleigubætur en sitja samt uppi með að borga allt að 90þ sjálfir.

Það sér það hver maður að einstaklingur með 120 eftir skatt eins og margir eru að fá sem eru með lökustu launinn að þetta dugir ekki.

Get tekið dæmi frá konu sem ég þekki.

Hún er með 90% atvinnuleysisbætur og er því að fá rétt um 100 eftir skatt. Þar sem atvinnuleysibætur hennar fara yfir grunnframfærslu fyrir skatt fær hún ekki neitt mótframlag frá félagsþjónustunni. Hún fær svo meðlag upp á 21þ og barnabætur á 3 mánaða fresti sem eru um 65þ.

Allt í allt er hún því með um 150 á mánuði til að framfleita sér og 1 barni. Hún borgar sjálf 55þ í húsaleigu fyrir utan rafmagn og hita, þegar hún tekur með rafmagn,hita,tryggingar og dagvistunargjöld og því miður lánaskuldir frá því hún var með vinnu á hún um 45þ eftir til að kaupa mat og aðrar nauðsynjar fyrir sig og barnið. Hún nær ekki endum saman.

Annað dæmi kona aftur, atvinnulaus í félagsleguhúsnæði, leigan hjá henni er 160 þús á mánuði, hún borgar því sjálf 90. Hún er ekki með nein lán svo það bjargar því að hún geti keypt mat og nauðsynjar fyrir sig og 4 börn. En það má ekkert útaf bera. Tannlækna heimsóknir eru t.d. ekki í umræðunni, né írþóttaiðkanir o.s.frv.

Væri húsaleiga félagsbústaða afnumin við vísitöluna myndi hagur þessa tveggja mæðra strax skána og þær ættu betri möguleika á því að sjá um sig og börnin án frekari aðstoðar frá ríkinu þó þær fengju ekki vinnu strax.

Eins gott að taka það fram að báðar misstu vinnuna í hruninu og báðar voru íu félagsleguhúsnæði vegna hárar leigu á leigumarkaðinum þegar þær skilja.

A.L.F, 1.7.2010 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband