ALF

Þjóðin vaknar úr dvala

Mér sýnist þjóðin vera að vakna úr löngum dvala, fleiri og fleiri mætta á laugardagsmótmælin og reiðin verður augljósari með hverjum degi. Sumu sem er verið að mótmæla er ég sammála, en ekki öllu, ég er ekki að sjá það að betra sé að samfylkingin sé við völd og narri þjóðinni inn í ESB. Ég held enn í vonina að þegar ísland sækir um aðlild að ESB, áður en til þjóðaratkvæðagreiðslu kemur að Norðmenn sjái meiri hag í því að bjóða okkur að vera í samstarfi við þá en að missa okkur í ESB.

Ég get ekki treyst félagi sem sparkar í litla þjóð, við erum bara rúm 300þús og teljumst engin fórnarkostnaður, ásælist einhver stór þjóð auðlindir okkar fengi hún hana værum við í ESB, tala nú ekki um þegar kæmi að því að borga lánin sem ísland er að fá.

Að skipta út gjaldmiðil okkar núna er heimska og kæmi okkur endanlega á hausinn, ekki vil ég skipta krónunni út í evru á meðan evran er eitthvað í krinum 200kr.

Vonandi er þjóð mín gáfaðri en svo að kjósa já með ESB, við fáum að kjósa um aðildana er það ekki?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ég ætla rétt að vona það. Að við fáum að kjósa um aðild. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki kynnt mér að einhverju viti, hvað aðild að ESB hefur í för með sér. En það sem ég heyri og hef tekið inn... mér líst ekkert á þetta. Ég held að ef við sækjumst eftir að missa allt sem heitir sjálfstæði og sjálfsstjórn, þá sé ESB góð leið.

Takk fyrir bloggvinaboð

Jóna Á. Gísladóttir, 23.11.2008 kl. 03:03

2 Smámynd: A.L.F

Takk fyrir að þyggja :)

Les alltaf reglulega á síðunni þinni og hef gaman af :)

A.L.F, 23.11.2008 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband