Er þetta ekki enn eitt skrefið í átt heilbrigðiskerfi USA?
Þar geta aðeins þeir efnamestu eða þeir sem voru það heppnir að fá vinnu með góðum tryggingum leyft sér að veikjast. Er ekki að sjá hvernig þetta getur gengið upp. Eiga þá konur sem þurfa að liggja margar vikur á meðgöngdeild Landspítalans von á að fá tugþúsunda króna reikning í gjöf við fæðingu?
Fyrir mitt leiti, þá mun ég ekki sjá fram á það að geta leyft mér að veikjast aftur verði farið að rukka fyrir innlagnir, best að taka það fram að ég er sjúklingur og oft veik.
Og hvað með gamla fólkið? ekki hafa þau það mikið á milli handanna að þau geti farið að borga ef þau þurfa að leggjast inn.
Og eitt að lokum, þá missa öryrkjar tekjurnar sínar liggi þeir lengur en ákveðin tíma á spítala, minnir að það séu 3 mán og fara á sjúkradagpeninga, allt leiðir að einni niðurstöðu ef þú ert gamall/gömul eða sjúklingur áttu engan rétt.
Upptaka fæðisgjalda hugsanleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessar hugmyndir eru enn einn skórinn sem stjórnvöld þeyta framan í okkur almenning. Þau fyrirlíta okkur og kalla okkur skríl, láta vefja okkur í skuldavöndul sem ómögulegt er að ráða við og sitja svo sem fastast og framselja alla ábyrgð til okkar.
Ólíkt fréttamanninum sem þeytti skó í búsh, þá víkjum við okkur ekki undan, né eru öryggisverðir tilgækir til að handtaka þessa löglausu ríkisstjórn eftir svívirðuna.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 18:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.