ALF

Hvað þarf til?

Hvað þarf eiginlega til svo ráðamenn hlusti á þjóðina?

Ekki get ég séð að þeir skilji það vonleysi sem blasir við fullt af fólki í sinni tryggu vinnu, með sín háu laun. Þá munar ekki um 100% verðhækkun á nauðsynjum eins og mat, þá munar ekki um verðtryggingu þeir hafa launin til að borga af henni "ef þeir eru þá yfirhöfuð með húsnæðislán"

Hvað þarf til að ráðamenn átti sig á því að bankar og íbúðalánasjóður hefur ekkert að gera með þúsundir fasteigna. Verðtryggðlán hækka á hverjum degi, myntkörfulán hafa flest hækkað langt umfram verðgildi fasteigna, matur hækkar á hverjum degi.

Eru þeir virkilega svona siðblindir að halda að hinn almenni borgari geti lifað svona í nokkur ár?

Amma mín er á ellilífeyrir, fyrir þetta hrun náði hún ekki endum saman með þessum smánar penginum sem hún fékk í dag sveltur hún ef eitthvað útaf ber hjá ættingjum hennar og niðjum sem eru í hrönnum að missa vinnur sínar og eiga það á hættu að missa heimili sín líka.

Ég vil fara að fá almenninlegar upplýsingar um hvað er framundan, ég get ekki sætt mig við að krónan verði sett á flot þegar allir vita afleiðingarnar, eiga börnin mín að svelta vegna HELVÍTIS AUMINGJA sem ætluðu sér of mikið og að öllum líkindum stálu og stungu undan fullt af peningum, lifa svo góðu lífi á meðan þorri landsmanna er á milli vonar og ótta og veit ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér.

 

Ég hef hingað til reynt að vera skynsöm og halda ró minni, ég er reyndar sammála að líklega er ekki tímabært að skipta út stjórninni, alla vega ekki á meðan líkurnar á því að þeir sem tækju við geri illt verra. Ég vil nýja stjórn en ekki neinn af ráðamönnum íslands þeir virðast allir spilltir. En ró mín er að gufa upp, hún gufar upp með hverri frétt af ömurleg heitunum sem fólkið í kringum mig er að upplifa, hún gufar upp í hvert sinn sem ég fer í búð að kaupa mat fyrir börnin mín. Ég er heppin með það börnin mín elska hafragraut svo ég get nurlað út mánuðinn. En já ró mín þverrandi fer.

Komið með svör, en ekki lygar, vinnið fyrir launum ykkar, burtu með vertrygginguna, takið mark á orðum Benedikts Sigurðsonar hann virðist vita um hvað hann er að tala, hlustið á Eyþór hann veit líka um hvað hann er að tala, hættið að horfa betlandi augum á ESB og evruna eða blindandi augum á dauðan gjaldmiðil íslensku krónuna.


mbl.is Verðtryggingin verði fryst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég óska þér velfarnaðar í lífsbaráttunni og óska þess af heilum hug að engin Íslendingur þurfi að svelta í vetur. Og í þessu ástandi verð ég að viðurkenna að ég er fegin að vera ekki komin með fjölskyldu á framfæri. En varðandi kosningar þá held ég að einmitt núna sé rétti tíminn til að halda slíkar. Það kæmi mér alls ekki á óvart ef einmitt þetta ástand ýti nýju fólki út í pólitík, fólki sem er kannski í sömu stöðu og þú og ég. Fólki sem þekkir dásemdir hafragrautsins

Anna

Anna Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 22:39

2 identicon

Já ég er sammála Benedikt þegar hann talar um að afnema verðtryggingu lána.  Lífeyrissjóðirnir munu vera á móti því, en gaman væri að fá útreikning á því hve 30 ára gamall maður með 35 milljóna skuld verðtryggða til 40 ára hefur borgað mikið í verðtryggingu þegar hann hefur greitt upp lánið 70 ára og fer á eftirlaun ?  Hve gamall þarf hann að verða tikl að fá til baka úr lífeyrissjóðnum það sem hann hefur borgað í verðtryggingu í gegnum árin ?

Hver getur svarað þessu ????

Jón Sveinsson (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 23:15

3 Smámynd: A.L.F

Já segðu Jón, hversu gamall þarf hann að vera til að fá borgað til baka það sem lagt var í lífeyrissjóðinn.

A.L.F, 25.11.2008 kl. 02:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband