Ég ætti ekki að vera fyrir framan tölvuskjáinn. En eins og svo mörg kvöld gafst ég upp á elsta erfingjanum sem neitar að sofa, kveikti á Latabæ og henti mér fyrir framan tölvuna.
Lélegt uppeldi, ójá. Veit bara ekki lengur hvað ég á að gera, slagsmál í 3-7 tíma öll kvöld við að koma dýrinu í ró er meira en nokkur getur lagt á sig.
Velti því fyrir mér í kvöld að leggjast upp í hjá dýrinu og fara að sjálf að sofa. Mundi svo hvað það myndi valda. Dýrið myndi tuða áfram og ég sofna útfrá því, ég myndi svo vakna einhverjum tíma seinna og dýrið mitt væri enn að tuða um það sem því langar í. Gallinn við litla dýrið mitt er nefnilega sá að það lætur ekki undan, ef því dettur í hug að það vilji eitthvað er það endurtekið "mamma ég gott af latabæ" "mamma ég horfa á latabæ" "mamma gott fyrir mig að horfa"
Ég er viss um að dýrið á eftir að ná langt, hvers vegna? Jú dýrið gefur sig aldrei..ALDREI.. sama hvað. Málamiðlun er ekki í boði, það er leið dýrsins eða engin leið ;)
Ef það fer í taugarnar á einhverjum að ég kalli barnið mitt dýr, vil ég taka það fram að þetta er ekki niðrandi orð, börnin mín ganga öllu jafna undir "dýrin mín" hjá mér, mitt gæluyrði á þeim.
Ekki það ég ætlaði ekki að nota þetta blogg til að tuða yfir börnum mínum, en varð bara að pústa smá út eftir 4 ára baráttu við elsta dýrið.
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.