ALF

100 mans????

 

Ég sett stórt spurningarmerki við þessa tölu, sé ekki betur en þetta séu vel yfir 500 ef ekki 1000 mans.

Finnst samt fáránlegt af mótmælundum að hafa ráðist inn á lögreglustöðina, hvar er heilinn í þessu fólki eiginlega?


mbl.is Mótmæli við lögreglustöðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst bara allt í lagi að fólk sýni smá að við höfum bein í nefinu og látum þetta ekki viðgangast. Ég skildi nú ekki betur en því hefði verið lofað á Austurvelli í dag að það yrði ráðist inní Alþingi og fólk borið þar út ef ríkisstjórnin færi ekki frá.

Guðmundur (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 17:27

2 identicon

Það kemur alltaf meir og meir í ljós hvað íslendingar eru heymskir, halda þessir mótmælendur virkilega að Lögreglan láti undan þrýstingi nokkrar menntskælinga það á að handtaka allt liðið og safna því saman í næstu fjárgirðingu.

JJ (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 17:33

3 Smámynd: Guðmundur Zebitz

Þó fólk sé misánægt með ríkisstjórnina þá er það nú samt þannig að við kusum hana í löglegum kosningum.

Guðmundur! Ef eitthvað fólk heldur að með því að ráðast inn á Alþingi já og storma lögreglustöðina sé svarið þá er ég hræddur um að okkar rúmlega 300.000 manna þjóð standi á barmi borgarastyrjaldar. Ég er sannfærður um að fleiri en ég munu ekki sætta sig við að búa við anarkí.

Guðmundur Zebitz, 22.11.2008 kl. 17:38

4 identicon

Bunki.

Hvernig eru málum háttað í öðrum löndum við mótmæli ?

Hafa Danir, Bretar og Frakkar mótmælt friðsamlega ?

Jafnvel þegar mun minni sakir standa á stjórnvöldum.

Ekki er ég að verja þessar aðgerðir en ég er að verja þá sem mótmæla.

Fólk er búið að fá nóg.

Þórður (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 18:20

5 Smámynd: Guðmundur Zebitz

Þórður... Réttlætir þú að glæpur sé framinn vegna þess að einhver annar geri það? Má barnið þitt stela vegna þess að eitthvað annað barn í skólanum stal líka? Er það lá bara í lagi? Ef það er réttlætanlegt að gera hvað sem er vegna þess að einhver annar hefur gert þá þá erum við í vondum málum sem þjóð og ljóst að hver er sjálfum sér næstur.

Púff, ef það er staðan þá þakka ég fyrir að eiga veiðivopnin mín!

Guðmundur Zebitz, 22.11.2008 kl. 18:38

6 Smámynd: A.L.F

Guðmundur. Ég styð mótmæli, ég styð ekki ofbeldi. Lögreglan er að vinna vinnu sína að ráðast að henni er rangt.

Að bera alþingismenn út, hmmm, hvað hefur það upp á sig? Nýjar kosningar, Ingbjörg í stólinn og ESB arkar hingað inn pg arðrænir okkur. Eina sem er í stöðunni sé það einlægur vilji samlanda okkar að fá nýja stjórn er að fá lánaða stjórnmála menn frá hinum norðurlöndunum. Íslenskir ráðamenn eru upp til hópa spilltir, sama á við um afsprengi þeirra sem reyni í gríð og erg að troða sér inn á þing.

Ný stjórn nýtt þing þýðir nýtt fólk, nýtt blóð.

Mótmælin hafa verið fín eins og þau eru, ofbeldi leysir ekkert.

A.L.F, 22.11.2008 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband