Nei! Nú fóru ráðamenn illa að ráði sínu, mjög illa, þetta stenst ekki lög hjá þeim því nú er börnum einstæðra mæðra (sárasjaldan sem barnsfeður þeirra taka orlof og nota það í börnin) mismunað all hressilega.
Ráðherrar hefðu ekki geta farið verr að þessum málum. Hvert er réttlætið í því að barn foreldris sem er einstætt fái 5 mánuði á meðan barn sambúðarforeldra fái alltaf sína 6 mánuði og jafnvel 8?????
Foreldrar fresta einum mánuði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst fullangt gengið hjá þér að segja að sársjaldan noti feður orlofið til að hugsa um börnin. Flestir feður kringum mig hafa nýtt orlofið til að sjá um börnin og þar á meðal ég. Það er einfaldlega þannig að börnin eru betur geymd hjá foreldrum sínum fyrsta árið eða svo heldur en hjá dagmömmu og að sjálfsögðu nýtir maður þá þessa mánuði til að sjá um barnið, en ekki hvað.
Davíð (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 21:56
Ég held nú að hún sé að meina barnsfeður einstæðra mæðra. Það er mjög mikið af karlmönnum sem skipta sér ekkert af börnum sem þeir eignast utan sambands, hvað þá að þeir fari að vera með barnið á meðan móðirin fer að vinna eftir þessa 5 mánuði sem hún fær núna. Það eru t.d. dæmi um það að þessir herramenn nýti sér fæðingarorlofið sitt og skelli sér í frí með nýju kærustunum og eru þannig að sverta alla hina í leiðinni, því miður.
Margrét (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 22:41
Akkurat það sem ég átti við Margrét.
Davíð ég þekki því miður mörg sorgleg dæmi þar sem faðir hefur ekki viljað taka sitt orlof sé hann ekki í sambandi með mömmunni eða hann hefur tekið það en ekki hitt barnið á meðan því það var mikilvægara að vinna svart, ferðast eða skemmta sér og oftar en ekki var það einmitt með nýju kærustunni.
Ég var reyndar ein af þeim heppnu eða réttara sagt dóttir mín, pabbi hennar var alla sína 3 mánuði með henni upp á dag, koma á morgana og fór á kvöldin. En þetta er einsdæmi af því sem ég þekki til.
A.L.F, 29.11.2009 kl. 01:53
Hér stendur 1 af hverjum 9 og hvergi að það eigi að taka 6. mánuð af einstæðum mæðrum. Enda ef faðirinn tekur ekki orlof eru 3 af 9 mánuðum ekki eru greiddir í orlof. Það væri fáránlegt ef ætti að taka þann 4. líka!
Ábending (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 09:59
,,Þessi eini mánuður verður tekinn af þeim þremur mánuðum sem foreldrar eiga sameiginlega." Þetta stendur nákvæmlega í fréttinni þannig að væntanlega verður það 6.mánuður hjá einstæðri móður.
Pétur (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 14:14
Það er verið að tala um eins mánaða skerðingu af þessum þrem sameiginlegu mánuðum. Eða eins og kom fram í fréttum þá getur fólk tekið 6 mánuði en þá skerðast 5-6 mánuðrinn í samræmi við það. Einstæðar mæður munu því líða fyrir þetta.
A.L.F, 29.11.2009 kl. 19:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.