ALF

Gott að fólk sé að standa saman

Mikið er gott að fólk sé að standa saman þó það hefðu mátt vera fleiri. Þessir menn eiga ekki að vera sendir úr landi og beint í dauðann. Því jú  þeir eru að fara beint í dauðann verði þeir sendir úr landi.

Skil ekki hvað dómsmálaráðherra var að pæla þegar hann ákvað að senda 4 af þessum mönnum úr landi, hvernig sigtaði hann út þá sem fengu að vera og þá sem þurfta að fara?


mbl.is Mótmælt við lögreglustöðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinbjörn Ragnar Árnason

Sæll ALf, hvaðan eru þessir útlendingar? Þegar þú segir að senda úr landi og dauðann, getur þú útskýrt það?  Er þetta slæmt mál? Kveðja SRÁ

Sveinbjörn Ragnar Árnason, 14.10.2009 kl. 23:13

2 identicon

Ef fólk er hér ólöglega á að reka þá úr landi strax.Einfalt  og gott  system

sigurbjörn (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 23:17

3 Smámynd: A.L.F

Þessir menn komu ekki ólöglega inn í landið svo mikið veit ég, þekki ekki persónulega til þarna en þekki aðila sem gerir það og get sagt ykkur það að það var sorterað úr hverjir fengu að vera og hverjir þyrftu að fara :(

Þeir eru frá stríðshrjáðum löndum allir 4, munu fara fyrst í flótamannabúðir í Grikklandi og væntanlega verða sendir þaðan til heimalanda sinna.

Finnst ömurlegt af þeim sem eru við stjórn þessa mála að hafa samviskubit í það að senda menn út í opin dauðann. Allir þessir menn eru komnir með tengsl hérna á íslandi, sterk tengsl. Og það var ekki virt.

A.L.F, 14.10.2009 kl. 23:31

4 Smámynd: Hvumpinn

Hvernig myndar maður sem kemur hingað ólöglega "sterk tengsl" við landið þó einhverjar stelpuskjátur leggist undir þá?

Sýnir sennilega að þeir eru geymdir hér of lengi.  Burt með þá strax.

Hvumpinn, 14.10.2009 kl. 23:34

5 identicon

Sigurbjörn þeir eru hér sem flóttamenn og ef aðstæður þeirra passa við þá lýsingu sem er í greininni, þá sóttu þeir um dvalarleyfi, sem gerir þá ekki ólöglega fyrr en það hefur verið úrskurðað um það.

Ég mæli með því að þú lesir bókina "Um Langan Veg" eftir Ishmael Beah og segir mér svo að það eigi að henda öllum aftur til landsins sem þeir eru að flýja. 

Adam (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 23:35

6 Smámynd: A.L.F

Lögðust undir einhverjar stelpur?

Ekki einhverjar heldur konur sínar, flestir þeirra voru búnir ða mynda tengsl við konur sínar og ættingja þeirra, sem og íslenska vini. Þeir komu ekki hingað ólöglega heldur sem hlæisleitendur.

Frekar vil ég að ríkið borgi fyrir þá að vera hérna og gefa þeim íslenskan ríksiborgarar rétt en að leyfa helvítis pakkinu sem kom landinu á hausinn að halda sínum borgararétt.

Fordómar gagnvart erlendu fólki segja mjög mikið um persónuna sem er með fordómana.

A.L.F, 14.10.2009 kl. 23:42

7 identicon

Bíddu, hvernig er það, það eru ákveðnar reglur er það ekki? Fóklið kom fyrst inn í Schengen annars staðar er það ekki? Hvers vegna fór það ekki að reglum og sóti að þar? Kanski með eitthvað að fela?

Varðandi aðstæður þeirra... Þú þekki rekki persónulega til þeirra en þekki aðila sem það gerir? Þú veist þá fyrir víst að eþssi aðili er að segja þér satt? ekkert að ýkja?

Ef þeir fara til Grikklands í flóttamannabúðir er það ekki gott mál?

Hvaða sterku tengsl er alltaf verið að tala um? Hvaða tengsl eru þetta? SEgir okkur aðeins frá þeim, svo við skiljum þau betur.

Annað: Fór þetta fólk að öllum settum reglum? Þekki það sjálfur að regluverkið er ekki gefins en aftur á móti er fólki kynnt ansi vel hvað skal gera. Ofan á það þá mundi ég sem flóttamaður vilja kynna mér slíkar reglur vel.

Adam birtist aftur og fer fögrum orðum, upplýsir þó um fáfræði sína varðandi málið og hvað það að vita ekke tum málið stoppar mann ekekrt frá því að tala um það eins og sekúlnt sem allt skilur.

Það gilda ákveðnar reglur varðandi flóttamenn, við búum jú í réttarróiki sem allir vilja? Ekki? Ok, ég skal koma með öllum stóru vinum mínum og punda þig og þína, gera ykkur að mínum tíkum :) Ekki málið, ekkert sem þú getur þa´gert. Ekki? Ok.

Sem flóttamaður hefur þú gríðarlegan rétt og einnig skyldur. Miðað við málfluttning á þessu máli, í það mnnsta í fjölmiðlum, hversu vel sem maður treystir þeim, þá var ekki allt með feldu. Þeir eða aðrir þeim tengdir að fela skilríki, peninga og hvað það nú heitir.

Að öllu ógleymdu: SÆKTU UM HÆLI ÞAR SEM ÞÚ KEMUR NIÐUR!

fólk hefur ekki rét til að velja hvaða land það sækir um hæli í, annarrs kæmu ALLIR hingað og vældu í ykkur aumingjunum.

Jæja A.L.F. Hvenær ræðstu gegn kattholti fyrir ómannúðlegar geymsluaðferðir eða sprengir Kára stefáns upp(stundar hann ekki enn rannsóknir á dýrum annars?).

Tómas (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 23:50

8 Smámynd: A.L.F

Ég þekki til þessa kerfis betur en ykkur grunar, þegar meðal annars manni er vísað úr landi sem hefur búið hérna í 20 ár en ekki sótt um ríkisborgararétt á þeim tíma. Missir svo vinnuna í hruninu og atvinnuleyfið um leið.

Af hverju ætti ég ekki að trúa því sem mér er sagt um þessa menn þegar ég veit af gefinni reynslu (alls ótengt mál þarna að ofan) að reglur er beygðar og sveigðar eftir hentuleika í útlendingaeftirlitinu.

Sterku tengslin eru við þær konur sem þeir eru með, við ættingja þeirra og þá vini sem þeir eiga á íslandi er það eitthvað flókið?

Tómas svo að lokum ég hef enga þörf fyrir það að ráðast að kattholti eða erfðagreiningu fyrir ómannúðlegar aðferðir við dýr, og það að líkja saman mönnum og því sem þeir lenda í við aðferðir sem notuð eru á dýr er skammarlegt. Kettir eru ekki mannlegir og því er þetta ekki sambærilegt.

A.L.F, 15.10.2009 kl. 00:09

9 identicon

Gott að fólk stendur saman og mótmælir óréttlætinu og vanhæfum vinnubrögðum :)

Það á ekki að vera hægt að senda þá út á þeim forsendum að þeir hafi ekki myndað tengsl hér, þegar þeir eru að búa til FJÖLSKYLDUR.

Einnig er bara unusually CRUEL að senda gaurinn á Íslenskunámskeið bara til að senda hann heim eftir það!!

Að auki hafa þeir ekki einu sinni andmælarétt eða rétt á sanngjarnri málsmeðferð fyrir dómi, eins og kveður á um í mannréttindarákvæðum stjórnarskrárinnar, því þeir verða sendir strax úr landi!

Mér finnst að allir sem geta orðið sér úti um vinnu ættu að fá að vera hérna... Annars endum við á að verða greindarskert sökum innræktunar, líkt og virðist þegar hafa gerst í sumum tilfellum

Valdís (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 00:14

10 Smámynd: A.L.F

Nákvæmlega Valdís :)

Fólk virðist ekki vera að fatta mikilvægi þess að fá nýtt blóð í landið :)

A.L.F, 15.10.2009 kl. 00:16

11 identicon

Ef við færum ekki eftir þessum alþjóðlegu reglum um flótamenn værum við að opna greiða leið fyrir hvers kyns glæpamenn sem gætu bara hent passanum sínum og hrópað "asylum" um leið og þeir kæmu til landsins. Nú er ég ekki að segja að þessir menn séu glæpamenn, þekki þá ekki. En þetta eru reglur sem við verðum að fylgja. Stóru mistökin voru að senda þá ekki út þega það átti að gera það fyrir þónokkru síðan, það vissu það allir hver útkoman yrði.

Sveinn (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 00:18

12 Smámynd: A.L.F

En málið er að í dag og reyndar líka þá, eiga þeir fjölskyldur hérna á íslandi, og þeir eru ekki glæpamenn, svo hvar er þá réttlætið. Það má alveg skoða svona mál þegar þau koma upp en þegar það er sannað að ekki er um glæpamenn að ræða og að þeir hafi aðlagas íslenskusamfélagi sem þessir 4 menn hafa gert má alveg vinna öðruvísi með málin en að senda þá úr landi af því bara.

A.L.F, 15.10.2009 kl. 00:28

13 Smámynd: Hvumpinn

Þetta að "búa til fjölskyldu" er náttúrlega bara partur af leiknum til að reyna að búa sér til "tengsl" eða status í landingu.  Ekkert annað. Úthugsað.

Hvumpinn, 15.10.2009 kl. 12:36

14 Smámynd: A.L.F

hvumpinn.

Varla trúir þú þessu?

A.L.F, 15.10.2009 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband