ALF

Það var og!

Auðvita á ekki að fara fyrst í það að lækka laun ráðamanna eða afnema annan óþarfa, nei betra er að ráðast á fólk sem getur sér enga björg veit, fólk sem getur ekki einu sinni flúið þetta sker.

Ekki veit ég hvernig ég á að brauðfæða börnin mín ef bæturnar mínar verða skertar, nógu erfitt var það fyrir. Ég bað ekki um það að fá sjúkdóm sem kippti mér útaf vinnumarkaðinum, ég hef ekkert val.

Ég get ekki farið úr landi, því ég fengi áfram mína örorku frá íslenska ríkinu, spurning hvort ég geti sett börnin mín á beit úti í garði svona fyrst ég á ekki að fá nægar tekjur til að framfleita þeim.

Er fjúkandi, hvers vegna ekki að loka sendiráðunum sem við eyðum stórfé í á hverju ári.

 

Já og fyrir utan það, á hverju á aldraða fólkið að lifa ef tekjur þeirra verða skertar enn meira?

Það er nógu erfitt nú þegar að sjá eldra fólkið telja til sitt síðasta klink í bónus og jafnvel þurfa að skilamatvörum í dag, er þetta kannski liður í sparnaðaráætlun ríkisins? svelta gamla fólkið til að spara lækniskostnað og losa um draga úr eftirspurn inn á hjúkrunar og elliheimilin.

 

ÞESSI STJÓRN ÆTTI AÐ SKAMMAST SÍN AÐ BYRJA Á ÞEIM SEM MINNST MEIGA SÍN.


mbl.is Ríkisfjármálafrumvarp lagt fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Halló, kanntu ekki að lesa? Það er verið að hækka skatta á hátekjufólk, skerða bætur að hluta hjá þeim sem mest hafa milli handanna og lækka fjármagnstekjuskatta hjá þeim sem hafa litlar fjármagnstekjur en hækka til muna fjármagnstekjur hjá þeim sem hæstar fjármagnstekjur. Svo er þegar búið að gefa það út að laun hálaunamanna hjá ríkisfyrirtækjum verði lækkuð, í sumum tilfellum um meira en 50% með lögum um að þau falli undir kjaradóm. Þú snýrð því niðurstöðunum í fjármálafrumvarpinu á haus, það er einmitt verið að hækka byrðarnar hjá þeim sem mest mega sín, ekki minnst mega sín. Lestu fréttina betur áður en þú kommentar næst.

Guðmundur Auðunsson, 19.6.2009 kl. 12:25

2 Smámynd: A.L.F

Voða erfitt að lesa rétt þegar manni er heitt í hamsi, ég sé samt sem áður fram á skerðingu á mínum tekju, aldurs tengda örorku uppbótin.

Þar fyrir utan, þó ég tjái mig ekki oft hérna þá er ég, þó ég sé bara "aumingi" í augum margra vegna veikinda minna, ekki hlynt hátekjuskatt og er hrædd um að hann verði ekki afnumin aftur þegar betur árar því miður :(

A.L.F, 19.6.2009 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband