ALF

Þveröfugt við Finna

Við íslendingar virðumst ætla allt aðra leið en sýnt hefur í öðrum löndum að virki best. Finnar tóku upp á því í sinni kreppu að hafa skólamáltiðir ókeypis því annars hefðu mörg börn soltið. Á mánudagsmorngum var líka ókeypis morgunmatur því mörg börn fengu bara ekkert að borða í helgarleyfinu. En hvað gerir kópavogsbær og örugglega í stað þess að lækka laun ráðamann kópavogs, jú hann hækkar fæðisgjald til að tryggja það að þeir sem erfiðast eiga fái nú örugglega ekki að borða.

SKAMM á Kópavogsbæ og stjórn hans. Skemmtileg jólagjöf eða hitt þó á íbúa ykkar.


mbl.is Fæðisgjald í grunnskólum Kópavogs hækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg

Því miður er það svo hér á þessu litla landi að við búum ekki við stjórnvöld sem hlynnt eru almenningi.  Hvorki ríkisstjórn né í sveitarfélögum landsins.  Þau hugsa einungis um sig og sína.  Manngæska er orð sem þau þekkja ekki.

Sigurbjörg, 22.12.2008 kl. 19:22

2 Smámynd: A.L.F

En taktu eftir því, okkar stjórn er að fara sömu leið og finnar byrjðu á að gera, þeir áttuðu sig svo á því að það gengi ekki upp til að komast úr kreppunni. Íslenska stjórnin var vöruð við að fara þá leið að hækka skatta og draga úr fjárlögum samt fara þeir þá leið.

Það gæti nefnilega vel farið svo hérna á þessum klaka að skólamátíðir verði að vera fríar svo börnin fái næringu. Er þegar farin að horfa upp á eitt heimili þar sem barnið þar fær bara mat í leikskólanum því ekki eru til peningar á heimilinu fyrir matm versta er að það eru heldur ekki til peningar fyrir leikskólagjöldum eða húsaleigu svo það heimili er hvort sem er á leiðinni til fjandans. Er nokkuð viss um að það séu fleiri heimili eins stödd og heimilið sem ég þekki til.

A.L.F, 22.12.2008 kl. 19:25

3 Smámynd: Sigurbjörg

Því miður er þetta of algengt. Og einnig því miður hef ég ekki trú á okkar stjórnmálamönnum, er hrædd um að þeir séu ekki nægum gáfum gæddir til að sjá ástandið hjá fólki.  Þeir þvertaka fyrir að fátækt fyrirfinnist á Íslandi, þó það sé viðurkennd staðreynd því miður

Sigurbjörg, 22.12.2008 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband