ALF

Eru þetta sömu aðilar og reka

Eru þetta sömu aðilar og reka síðuna www.hinhlidin.fafak.org/  ?

Ef svo er þá vona ég að stjórnvöld skeini sér með þeim pappír. Annan eins viðbjóð, ærumeyðingar og ömurlegan orðaforða hef ég sjaldan ef ekki aldrei séð.

Það að einhverjir sem telji á rétt sínum brotið geti látið það útúr sér sem þarna er skrifað og börnum þeirra sýnilegt það sem eftir er, er þessum aðilum ekki til framdráttar. 

Vissulega þarf að auka rétt BARNA til að umgangast báða foreldra sína, en það er bara rétt barna.

Það þjónar engum hagsmunum hjá neinu barni að sjá foreldrið sitt dregið út af heimili þeirra með lögregluvaldi. Og að það séu til það illa innrættir aðilar að óska barni sínu skaða til þess að fá sínu fram (barn skaðast af því að sjá foreldri sitt handtekið) á ég erfitt með að skilja. 

Hvenær hætta forræðis og umgengismál að snúast um hag barnsins og fara að snúast um  ÉG!!! skal sigra?

Að lokum vil ég benda á það að sé þessi áskorun komin frá ofangreindu félagi að þá snýst það félag ekki um foreldrajafnrétti eins og glöggt sést sé síðan skoðuð. Áberandi var þegar móðir hér á landi var dæmd fyrir að skaða mánaða gamlan son sinn var fréttin og dómurinn komin inn á síðu þessa félags innan við tveim sólahringum eftir að dómur féll

Annað var upp á borði þegar karlmaður var dæmdur fyrir að nota börn sín sem hnífakastspjald  sá dómur kom ekki inn fyrr en seint og síðar.

 

Stjórnendur síðunar sækja allar rannsóknir sem þeir komast yfir um hversu óhagkvæmt það er fyrir börn að alast upp hjá einstæðum mæðrum án þess þó að láta fylgja frá hvaða löndum þessar rannsóknir koma. En rannsóknir á norðurlöndunum hafa sýnt aðra niðurstöðu en þær rannsóknir sem vísað er í sem flestar eru frá USA. En þar er því miður velferðakerfið þannig að ómenntað foreldri sem er eitt að ala upp barn sitt á sér ekki mikla von né börn þeirra.

 

 

Ég hvet stjórnvöld til að fara að huga að rétti barnanna og hætta að setja rétt foreldris ofar rétti og hag barns.


mbl.is Stjórnvöld verndi íslensk börn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Hilmarsson

Það er engin launung á því hvaða heimasíðu Félag um foreldrajafnrétti heldur úti. Félagið heldur úti einni heimasíðu: http://www.foreldrajafnretti.is auk þess sem félagið hefur stofnað grúppu á Facebook og síðu. Slóðin á þessa staði eru:

http://www.facebook.com/group.php?gid=38732926719   

http://www.facebook.com/pages/Foreldrajafnretti/209991539000

Annað hvort ert þú óaðvitandi að fara með rangt mál í þínu bloggi Guðrún Hulda eða þú ert með vísvitandi rógburgð á félagið af annarlegum ástæðum.

Heimir Hilmarsson, 5.8.2010 kl. 12:42

2 Smámynd: A.L.F

Hvar er ég að fara með rangt mál?

Ég spurði hvort þið væruð þeir sömu og halda úti síðunni sem ég vísa í, ég sagði ekki að þið væruð þeir stór munur þar á.

A.L.F, 5.8.2010 kl. 18:48

3 Smámynd: A.L.F

Best að bæta við, það er stórfurðulegt að telja strax að ég vinni gegn ykkur að annarlegum ástæðum.

Má engin vera ósammála skoðunum ykkar?

Ég er annars gegnum gangandi sammála rétti forsjáarlausa aðilans til að umgangast börnin sín án hótana, stjórnunar eða annara hegðunar frá forsjáaraðila.

SVO lengi sem það þjóni hagsmunum barnsins, og ég fer ekki af þeirri skoðun að félag eins og hinhliðin sem  er með nafngreiningar og fleiri viðbjóð er skítslegt félag. Því lagði ég fram spurningu mína efst í þessu bloggi. 

A.L.F, 5.8.2010 kl. 18:51

4 Smámynd: Gyða Dröfn Hannesdóttir

Mikið rosalega er gaman að sjá það hvað Heimir er fljótur að hlaupa upp og halda að það sé verið að gera árás á sig þegar það er verið að setja fram mjög einfalda spurningu.

Hin hliðin er rosalega illa rekið kompaní sem að telur sig hafa rétt á að nafngreina fólk hægri vinstri og ég mun aldrei styðja það félag eða neitt annað félag sem er eins viðbjóðslega illa rekið og hin hliðin

Heimir þú sem formaður Félags um foreldrajafnrétti ættir að fara varlega í að hlaupa svona á þig þar sem þú ert að líta rosalega kjánalega út þegar þú svarar eins og þú gerir hérna

Gyða Dröfn Hannesdóttir, 5.8.2010 kl. 20:29

5 Smámynd: Steinn Hafliðason

Hver er tilgangurinn með því að hafa þessa spurningu á blogginu nú þegar hið sanna er komið í ljós?

Steinn Hafliðason, 5.8.2010 kl. 20:44

6 Smámynd: A.L.F

Engin tilgangur Steinn að eyða út blogginu þó spurningunni sé svarað. Þvi fleiri en ég gætu verið að velta því sama fyrir sér. Og það er Félagi um foreldrajafnrétti bara til góðs að það sé komið á hreint að þeir tengjast ekkert félaginu Hinhliðin.

A.L.F, 5.8.2010 kl. 21:05

7 identicon

Er þetta þá ekki rétt hjá Heimi?

"Annað hvort ert þú óaðvitandi að fara með rangt mál í þínu bloggi Guðrún Hulda eða þú ert með vísvitandi rógburgð á félagið af annarlegum ástæðum"

Þetta var semsagt óafvitandi eins og hann giskaði fyrst á hann hafði svo til vara að þú værir að gera þetta í annarlegum tilgangi.

Það kostar nú raunar ekki mikla rannsóknarvinnu að fá svar við spurningunni þinni, hefði tekið mun styttri tíma að fá svarið en skrifa spurninguna. Það hefur lengi legið fyrir að félag um foreldrajafnrétti tengist ekkert hinni hliðinni. Kemur meira að segja fram á heima síðu fef.

Hvernig er það annars? Er hin hliðin félagsskapur?

Huggi (IP-tala skráð) 5.8.2010 kl. 22:07

8 Smámynd: A.L.F

Það þarf varla að taka það fram að spurning er ekki að fara með rangt mál. Það má vel vera að það hafi verið auðveldara að googla á netinu til að fá svar við spurningunni en ég kaus að blogga í staðin.

Annars  varég ekki að gera neitt óaðvitandi þó ég hafi spurt hvort þetta þessi frétt tengdist hinnihliðinni,ég var vísvitandi að láta skoðun mína á þeirri sorasíðu í ljós.

Um leið var ég að koma með athugasemdir á hluta af fréttinni "Það þjónar engum hagsmunum hjá neinu barni að sjá foreldrið sitt dregið út af heimili þeirra með lögregluvaldi. Og að það séu til það illa innrættir aðilar að óska barni sínu skaða til þess að fá sínu fram (barn skaðast af því að sjá foreldri sitt handtekið) á ég erfitt með að skilja."

Því jú ég á erfitt með að skilja hvernig handtaka foreldris þjóni hagsmunum barns ekki frekar en ég skil það að barn sé fjarlægt með valdi til að senda það til foreldris sem vil fá að umgangast það. Getur ekki verið gott fyrir tengslamyndun barns og foreldris.

A.L.F, 5.8.2010 kl. 23:09

9 identicon

"Annars  varég ekki að gera neitt óaðvitandi þó ég hafi spurt hvort þetta þessi frétt tengdist hinnihliðinni,ég var vísvitandi að láta skoðun mína á þeirri sorasíðu í ljós."

Er ég að skilja þig rétt? Var þér semsagt ljóst allann tímann að það væri engin tenging á milli félags um foreldrajafnrétti og hinnar hliðarinnar?

Nú er það vitað mál, að sé börnum ekki skilað úr umgengni, þá er sýslumaður tiltölulega fljótur að grípa inn í og sækir börnin með aðstoð lögreglu og barnaverndar, foreldrið er handtekið og barnið flutt í hendur forsjárforeldris. Þetta ferli tekur til þess að gera stuttann tíma og öllum umgengnisforeldrum er það ljóst.

Ert þú að tala fyrir því að breyta þessu ferli?  Að áður en gripið er til aðgerða þá verði haldnir sáttafundir, dagsektum beitt e.t.c ?

Huggi (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 09:37

10 Smámynd: A.L.F

Huggi

Nei mér var það ekki ljóst að það væri engin tengin þarna á milli þess vegna spurði ég. Aftur á móti var ég vísvitandi að koma með skoðun mína á síðunni sem hinhliðin er með, er það þá komið á hreint ;)

Að hinu málinu.

Það skiptir ekki máli hvort um sé að ræða að barni sé ekki skilað eða foreldri leyfi ekki hinu foreldrinu að fá barnið sitt, það þjónar aldrei hagsmunum barnsins að beita lögreglu (mín skoðun).

En ég hef líka þá skoðun að sannist það að foreldri sé með vilja að sverta hitt foreldrið, eitra huga barns síns eiga að grípa inn í. Því það þjónar ekki hagsmunum barnsins að foreldri þess eitri huga þess gagnvart hinu foreldrinu.

Ég hef séð mörg virkilega ljót atvik þar sem foreldri uppfullt af reiði og heift skemmir fyrir barni sínu með því að koma í veg fyrir að það myndi eðlileg tengsl við hitt foreldrið. Hefðu þessi börn verði færð með lögregluvaldi til þess foreldris sem á rétt á að umgangast barnið sitt hefði það bara gert enn verra vegna þess að þegar var búið að koma röngun skoðunum inn í huga barnsins og þar með aftra eðlilegri tengslamyndun.

Ég hefði viljað sjá unnið fyrst með þessa hluti (allt of oft er það rauninn að forsjáar foreldri er búið að eitra hug barnsins þannig að það líður andlegar kvalir að vera hjá foreldri sínu). Sé barni hjálpað að vinna úr andlega ofleldinu sem það er beitt til að foreldri fá sitt fram liði því betur.

ENN svo er það eitt, af hverju á forsjáar foreldrið að njóta þess að geta hamlað umgengni með því að mæta ekki á sáttarfundi og fá á sig dagsektir en forsjáarlausa foreldrið er bara handtekið? af hverju er ekki það sama þar ef barni er ekki skilað, sáttarfundir, dagsektir o.s.frv. (ekki mikið jafnrétti þarna). Það skaðar barnið alveg jafn mikið að sjá umgengisforeldrið handtekið og forsjáar.

Mjög oft er það að ástæðu sem umengisforeldrið skilar ekki barninu og það telur sig vera að hugsa um hag barnsins, ekki satt?

A.L.F, 6.8.2010 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband