Fyrir 6 árum um það bil um þetta leiti lá ég á fæðingargangi LSH, öskureið yfir því hversu sárt það væri að vera með hríðar og harðákveðin í því að ég væri hætt við allt saman og farin heim.
Ekki tókst mér að hætta við, sem betur fer ;)
Svo í dag er furmburður minn 6 ára. Hún fór að sofa með bros á vör vitandi það að hún verði vakin með afmælissöng,köku og pökkum :)
Bloggar | 6.8.2010 | 01:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eru þetta sömu aðilar og reka síðuna www.hinhlidin.fafak.org/ ?
Ef svo er þá vona ég að stjórnvöld skeini sér með þeim pappír. Annan eins viðbjóð, ærumeyðingar og ömurlegan orðaforða hef ég sjaldan ef ekki aldrei séð.
Það að einhverjir sem telji á rétt sínum brotið geti látið það útúr sér sem þarna er skrifað og börnum þeirra sýnilegt það sem eftir er, er þessum aðilum ekki til framdráttar.
Vissulega þarf að auka rétt BARNA til að umgangast báða foreldra sína, en það er bara rétt barna.
Það þjónar engum hagsmunum hjá neinu barni að sjá foreldrið sitt dregið út af heimili þeirra með lögregluvaldi. Og að það séu til það illa innrættir aðilar að óska barni sínu skaða til þess að fá sínu fram (barn skaðast af því að sjá foreldri sitt handtekið) á ég erfitt með að skilja.
Hvenær hætta forræðis og umgengismál að snúast um hag barnsins og fara að snúast um ÉG!!! skal sigra?
Að lokum vil ég benda á það að sé þessi áskorun komin frá ofangreindu félagi að þá snýst það félag ekki um foreldrajafnrétti eins og glöggt sést sé síðan skoðuð. Áberandi var þegar móðir hér á landi var dæmd fyrir að skaða mánaða gamlan son sinn var fréttin og dómurinn komin inn á síðu þessa félags innan við tveim sólahringum eftir að dómur féll
Annað var upp á borði þegar karlmaður var dæmdur fyrir að nota börn sín sem hnífakastspjald sá dómur kom ekki inn fyrr en seint og síðar.
Stjórnendur síðunar sækja allar rannsóknir sem þeir komast yfir um hversu óhagkvæmt það er fyrir börn að alast upp hjá einstæðum mæðrum án þess þó að láta fylgja frá hvaða löndum þessar rannsóknir koma. En rannsóknir á norðurlöndunum hafa sýnt aðra niðurstöðu en þær rannsóknir sem vísað er í sem flestar eru frá USA. En þar er því miður velferðakerfið þannig að ómenntað foreldri sem er eitt að ala upp barn sitt á sér ekki mikla von né börn þeirra.
Ég hvet stjórnvöld til að fara að huga að rétti barnanna og hætta að setja rétt foreldris ofar rétti og hag barns.
Stjórnvöld verndi íslensk börn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 5.8.2010 | 02:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Þetta gengur ekki upp hjá þeim. Fólk á nú þegar ekki efni á því kaupa mat, hækkun á bensínverði hækkar matarverð.
Fyrir utan vísitöluhækkunina sem verður. Hvað liggur fyrir AGS á að koma öllum á vonarvöl svo við samþykkjum allt sem okkur er boðið? Sé þetta ekki á neinn annan hátt en það sé verið að legga lokahönd á það að knésetja okkur endanlega.
Eldsneyti myndi hækka um 15,45 krónur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 13.7.2010 | 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mun þá borgarráð endurskoða það að húsaleiga félagsbústaða Reykjavíkur er vísitölutengd? Leigan hefur því verið að hækka í hverjum mánuði hjá fólki. Þó svo að flestir séu að fá fullar húsaleigubætur eru margir hverjir komnir í þá stöðu að vera borga sjálfir 70-100þ á mánuði í húsaleigu eftir að hafa fengið 70þ í húsaleigubætur.
Það ætti því að vera forgangsverkefni borgarráðs að endurskoða húsaleiguna hjá þeim skjólsstæðingum þeirra sem eiga að vera það illa staddir að þeir þurfi að vera í félagslegu húsnæði.
Búa á betur að fátækum í borginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 30.6.2010 | 23:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Pétur það er engin að hlakka yfir neinu. Hugafar þitt um þá sem tóku erlend lán er úrelt, þó 1% hafi verið bruðlarar voru 99% lántakenda eðlilegt fólk sem treysti bönkunum. Það er ekki eðlilegt né forsvsaranlegt að hafa ætlað að skilja þetta fólk eftir í skítnum.
Því segi ég guði sé lof fyrir þennan dóm, nú ætti markaðurinn, bíla og fasteigna að geta glæðst aftur.
Bruðlurum bjargað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 23.6.2010 | 08:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Svarið nú fyrir ykkur.
Hvers vegna eiga þeir sem minnst meiga sína að bera þungann af þeirri rányrkju sem fór fram fyrir opnum tjöldum.
Ég get á engan hátt skilið hvernig hægt verður að skera niður meira hjá sjúklingum,ellífeyrsþegum og öryrkjum ef eitthvað á að nefna.
Eða eigum við að eignast meira fólk eins og öldruðu konuna sem lifir á rétt 30þ.kr. á mánuði.
Velferðarþjónustan skorin niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 14.5.2010 | 19:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég get ekki séð að þær lausnir sem boðið hafa verið upp á séu í raun lausnir. Staðan er enn þannig að skuldarinn tekur allt á sig, en núna bara á lengri tíma og er í raun ekki eins öruggur með afborganir og hann var fyrir hrun því flestar þessar úrlausnir koma til með að ráðast illa á pyngju skuldara eftir einhver ár.
Var virkilega ekki hægt að láta lánadrottnara taka einhverja ábyrgð?
Nauðungaruppboðum ekki frestað frekar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 26.4.2010 | 17:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Haft er eftir bæði Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, og Sigurjóni Þ. Árnasyni, að fólki hafi verið ráðlagt frá erlendu lánunum enda hafi áhættan verið umtalsverð.
Þetta eru lygar, ég þekki það marga sem eru með erlend húsnæðislán og þeim var öllum RÁÐLAGT að taka lán í erlendri mynt. Ég þekki líka til hjóna sem fóru í sinn banka í byrjun árs 2008 og ræddu við útibústjóra um að breyta húsnæðisláni sínu í íslenskt þar sem þau treystu ekki á það lengur að vera með lán í erlendri mynt. Þeim var RÁÐLAGT frá því að breyta láninu því krónan myndi ALDREI falla.
Furðulegt að þessir menn komi svo með þessu ummæli, ótrúlegt að halda áfram á ljúga án þess að blikna.
Húsnæðislánin voru tómt rugl" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 13.4.2010 | 12:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í dag skammast ég mín meira en ég gerði í okt 2008.
Ég vil síður viðurkenna það að vera sömu þjóðar og ómenninn sem þykjast vera að byggja skaldborg um heimili landsins.
Raunin er sú að þetta snýst enn og aftur um að ná sem mestum pening inn á sem skemstum tíma.
Það skiptir engu máli þó hinn almenni borgari blæði.
Afskriftir verða skattlagðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 19.3.2010 | 10:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það er málið þeir sem borguðu út í bílu sínum en sitja núna uppi með allt að helmingi hærri afborganir fá enga aðstoð.
Það er nauðsýnlegt að hjálpa fólki með erlend lán, ætla ekki að mótmæla því, bara sárt að vita til þess að ég hafi algerlega tapað því sem ég borgaði út í mínum bíl og að ég muni áfram vera með helmingi hærri afborganir :(
En gott að þeir sem keyptu sér rándýra bíla á 100% lánum fái hjálp......
Ok þetta er ekkert annað en innskot frá afbrygðisamri konu.....;)
En ok burt séð frá því þá er líka fólk þarna úti sem keypti ekki rándýra bíla en tóku samt 100% lán allt að tveim milljónum og sitja núna uppi með 4 milljón króna lán á bíl sem er metin á 1600þ.
Svo þó svo að ég græði ekkert og annað fólk í minni stöðu þá verðum við að horfa á brjörtu hliðarnar til þeirra sem jafnvel sleppa frá því að missa allt útaf bíldruslu.. er það ekki ajákvætt?
Lán dýrra bíla afskrifuð mest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 15.3.2010 | 09:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar